Hús PFÍ eru nr. 2 og nr. 4. Húsin eru í kjarrivöxnu fallegu umhverfi og standa við Eiðavatn. Um 14km akstur er til Egilsstaða þar sem er verslun, góð sundlaug og önnur þjónusta. Hús nr. 2 er 54m2 og eru 2 svefnherbergi með svefnstæðum fyrir 6 (tvö tvöföld rúm og koja). Allur venjulegur búnaður er í húsunum. Sængur og koddar fylgja en hafa þarf með sér rúmföt, handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, salernispappír, sápur o.þ.h. Áhöld til ræstinga og gólfmoppa er í húsinu. Gestir þurfa að þrífa og skilja vel við húsin fyrir næsta leigutaka. Húsum PFÍ fylgir bátur og björgunarvesti. Gasgrill er í húsunum. PFÍ er með opinn reikning hjá Olís og þar má láta skrifa gas á félagið gegn framvisun samnings.
Hús nr. 70 sem er í Stekkjarhól er 7manna, 7 fullorðnir + 1 barn, 100,3fm. Í húsinu eru 3 svefnherbergi. Hjónarúm í tveimur herbergjum og eitt með fjölskyldukoju þar sem neðri koja er breiðari. Uppþvottavél er í húsinu. Þvottavél með þurrkara. Barnastóll í húsinu og barnarúm. Allur nauðsynlegur húsbúnaður er í húsinu. Sængur og koddar fylgja. Leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt, handklæði, salernispappír, diskaþurrkur, borðtusku og aðra klúta til ræstinga. Í húsinu eru öll áhöld, sápur og gólfmoppa til ræstinga. Skila þarf húsinu hreinu fyrir næsta leigutaka. Skilja á gólfmoppu eftir í húsunum. Umsjónarmaður fer yfir húsin á föstudögum. Reykingar stranglega bannaðar. Vodafone hefur sett upp þráðlaust netsamband í Munaðarnesi. Upplýsingar eru í húsunum. Heitur pottur er við húsið og gasgrill. Við Þjónustumiðstöðina er Leikgarður fyrir börn þar er einnig minigolf og fótboltagervigrasvöllur. Fjöldi fallegra gönguleiða eru í nágrenninu. Göngufæri er að Glanna, Laxfossi og Paradísarlaut svo eitthvað sé nefnt. Ekki er heimilt að vera með gæludýr í orlofshverfinu.
Stakkholt 2B í Reykjavík íbúð 101. Íbúðin er í nýlegu lyftuhúsi á 1. hæð. Íbúðin er leigð allt árið. Leiga fer fram gegnum skrifstofu PFÍ. Íbúðin er þriggja herbergja. Stofa, hjónaherbergi með hjónarúmi og barnaherbergi með rúmi 140x2. Barnarúm og barnastóll fylgja. 2 góðar aukadýnur eru í íbúðinni. Sængur og koddar eru fyrir 8. Leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt (lín) og handklæði. Lyklar verða ekki notaðir í framtíðinni en aðgangskerfið er rafrænt, rafrænir dropar í stað lykla. Þeir verða notaðir til að komast í íbúð, inn í sameign og bílageymslu. Eldhús er vel búið. Diskaþurrkur, borðklútar og gólfmoppa fylgja einnig allur búnaður og sápa til þrifa.Stórt baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara. Íbúðinni fylgir sér bílastæði í bílakjallara merkt 101 fyrir íbúð 101 og er notkun þess heimil fyrir dvalargesti. Nánari upplýsingar eru í leigusamningi. Sé íbúðinni ekki skilað hreinni verður leigutaki krafinn um þrifagjald 15.000kr.Í íbúðinni er nettenging frá Símanum. Íbúðin er vel staðsett í miðbæ Reykjavíkur við Hlemm. Nauðsynlegt er að virða húsreglur sem eru í sameign. Reykingar eru bannaðar í íbúðinni.Ekki er heimilt að hafa hunda né önnur gæludýr.
Ásatún 28-306. Íbúðin er leigð allt árið. Íbúðin er á 3. hæð. Lyfta er í húsinu. Þetta er velbúin íbúð með svölum. Íbúðin er fjögurra herbergja. Stofa, hjónaherbergi með rúmi 160x2m og barnarúmi, herbergi með rúmi 120x2m og herbergi með tveimur rúmum 90x2m. Sængur og koddar eru fyrir 8. Diskaþurrkur og borðklútar fylgja einnig allur búnaður til þrifa. Sé íbúðinni ekki skilað hreinni verður leigutaki krafinn um þrifagjald 15.000 kr. Íbúðin er byggð 2016. Reykingar eru bannaðar. Ekki er heimilt að hafa hunda né önnur gæludýr.
Hús PFÍ eru nr. 2 og nr. 4. Húsin eru í kjarrivöxnu fallegu umhverfi og standa við Eiðavatn. Um 14km akstur er til Egilsstaða þar sem er verslun, góð sundlaug og önnur þjónusta. Hús nr. 4 er 54m2 og eru 3 svefnherbergi með svefnstæðum fyrir 6 (hjónarúm og 2 kojur). Allur venjulegur búnaður er í húsunum. Sængur og koddar fylgja en hafa þarf með sér rúmföt, handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, salernispappír, sápur o.þ.h. Áhöld til ræstinga og gólfmoppa er í húsinu. Gestir þurfa að þrífa og skilja vel við húsin fyrir næsta leigutaka. Húsum PFÍ fylgir bátur og björgunarvesti. Gasgrill er í húsunum. PFÍ er með opinn reikning hjá Olís og þar má láta skrifa gas á félagið gegn framvisun samnings.