Upplısingar eignar  -  Illugastağir - hús nr. 22
Almennar upplısingar
Nafn Illugastağir - hús nr. 22 Tegund Sumarbústağur
Svæği Norğurland Öryggis kóği
Heimilisfang
Lısing

Til að bóka leigu í vetur þarf að hafa samband við umsjónarmann í síma 4626199 eða með því að senda póst á netfangð illugastadir@simnet.is 

 

Orlofshús PFÍ að Illugastöðum nr. 22 er í Fnjóskadal í 45km fjarlægð frá Akureyri. Húsið var endurnýjað að utan 2016. Með nýrri utanhúss klæðningu, þaki, gluggum og hurðum. Veturinn 2018 var húsið endurnýjað að innan. Nýtt baðherbergi, húsgögn og gólfefni endurnýjuð og svefnherbergjum breytt.

 Húsið er 6 manna með 2 svefnherbergjum. Í öðru herberginu er rúm 140x2, í hinu eru 2 rúm 80x2 síðan eru 2 dýnur 70x2. Sængur og koddar eru í húsinu fyrir 6 manns.

 
Í eldhúsi er eldavél með ofni. Baðherbergi með sturtu.  Á verönd er heitur pottur og gasgrill.  Allur nauðsynlegur búnaður er í húsinu.

Gott er að hafa með sér auka tuskur og diskaþurrkur. Ræstiefni er í húsunum.

 Leigutakar þurfa að hafa með sér rúmföt, handklæði, handsápu, uppþvottalög og salernispappír.

Hægt er að leigja rúmföt og handklæði á staðnum.

Hægt er að fá aukadýnur og sængur í Kjarnahúsi. Barnarúm og stóll er í húsinu.

Sundlaug er að Illugastöðum sem er opin á sumrin. Minigolf er á svæðinu og kylfur eru leigðar út hjá sundlaugarverði, einnig er fótboltavöllur, blakvöllur og góð leiktæki á leiksvæði við sundlaug.
Gestir orlofsgesta geta fengið að tjalda eða vera með húsbíl, fellihýsi eða tjaldvagna á ákveðnum svæðum en það þarf að fá leyfi hjá umsjónarfólki varðandi staðsetningu. Það eru ekki rafmagnstenglar fyrir tækin á staðnum. Ekki er leyfilegt að tjalda við húsin.  
Skila þarf húsi á skiptidegi fyrir kl. 12 en ef farið er á öðrum tíma þarf að láta vita af því.

Heimilisdýr eru ekki leyfð á svæðinu.