Upplýsingar eignar  -  Munaðarnes - Stekkjarhóll 70
Almennar upplýsingar
Nafn Munaðarnes - Stekkjarhóll 70 Tegund Sumarbústaður
Svæði Vesturland Öryggis kóði
Heimilisfang
Lýsing

Hús nr. 70 sem er í Stekkjarhól er 7manna, 7 fullorðnir + 1 barn, 100,3fm. Í húsinu eru 3 svefnherbergi. Hjónarúm í tveimur herbergjum og eitt með fjölskyldukoju þar sem neðri koja er breiðari. Uppþvottavél er í húsinu. Þvottavél með þurrkara. Barnastóll í húsinu og barnarúm.

Allur nauðsynlegur húsbúnaður er í húsinu. Sængur og koddar fylgja. Leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt, handklæði, salernispappír, diskaþurrkur, borðtusku og aðra klúta til ræstinga. Í húsinu eru öll áhöld, sápur og gólfmoppa til ræstinga. Skila þarf húsinu hreinu fyrir næsta leigutaka. Skilja á gólfmoppu eftir í húsunum. Umsjónarmaður fer yfir húsin á föstudögum. Reykingar stranglega bannaðar. 

Vodafone hefur sett upp þráðlaust netsamband í Munaðarnesi. Upplýsingar eru í húsunum. Heitur pottur er við húsið og gasgrill.  

Við Þjónustumiðstöðina er Leikgarður fyrir börn þar er einnig minigolf og fótboltagervigrasvöllur. Fjöldi fallegra gönguleiða eru í nágrenninu. Göngufæri er að Glanna, Laxfossi og Paradísarlaut svo eitthvað sé nefnt.  

Ekki er heimilt að vera með gæludýr í orlofshverfinu.