Hús PFÍ eru nr. 2 og nr. 4. Húsin eru í kjarrivöxnu fallegu umhverfi og standa við Eiðavatn. Um 14km akstur er til Egilsstaða þar sem er verslun, góð sundlaug og önnur þjónusta.
Hús nr. 2 er 54m2 og eru 2 svefnherbergi með svefnstæðum fyrir 6 (tvö tvöföld rúm og koja).
Allur venjulegur búnaður er í húsunum. Sængur og koddar fylgja en hafa þarf með sér rúmföt, handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, salernispappír, sápur o.þ.h.
Áhöld til ræstinga og gólfmoppa er í húsinu. Gestir þurfa að þrífa og skilja vel við húsin fyrir næsta leigutaka. Húsum PFÍ fylgir bátur og björgunarvesti. Gasgrill er í húsunum.
PFÍ er með opinn reikning hjá Olís og þar má láta skrifa gas á félagið gegn framvisun samnings.
|