Upplsingar eignar  -  Reykjavk - Stakkholt 2B, b 101
Almennar upplsingar
Nafn Reykjavk - Stakkholt 2B, b 101 Tegund b
Svi Hfuborgarsvi ryggis ki
Heimilisfang
Lsing

Stakkholt 2B í Reykjavík íbúð 101. Íbúðin er í nýlegu lyftuhúsi á 1. hæð. Íbúðin er leigð allt árið. Leiga fer fram gegnum skrifstofu PFÍ.

Íbúðin er þriggja herbergja. Stofa, hjónaherbergi með hjónarúmi og barnaherbergi með rúmi 140x2. Barnarúm og barnastóll fylgja. 2 góðar aukadýnur eru í íbúðinni. Sængur og koddar eru fyrir 8. Leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt (lín) og handklæði. 

Lyklar verða ekki notaðir í framtíðinni en aðgangskerfið er rafrænt, rafrænir dropar í stað lykla. Þeir verða notaðir til að komast í íbúð, inn í sameign og bílageymslu. 

Eldhús er vel búið. Diskaþurrkur, borðklútar og gólfmoppa fylgja einnig allur búnaður og sápa til þrifa.
Stórt baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara. 

Íbúðinni fylgir sér bílastæði í bílakjallara merkt 101 fyrir íbúð 101 og er notkun þess heimil fyrir dvalargesti. Nánari upplýsingar eru í leigusamningi. 
Sé íbúðinni ekki skilað hreinni verður leigutaki krafinn um þrifagjald 10.000kr.
Í íbúðinni er nettenging frá Símanum.

Íbúðin er vel staðsett í miðbæ Reykjavíkur við Hlemm. Nauðsynlegt er að virða húsreglur sem eru í sameign. 

Reykingar eru bannaðar í íbúðinni.
Ekki er heimilt að hafa hunda né önnur gæludýr.