Upplýsingar eignar  -  Steinsstaðir
Almennar upplýsingar
Nafn Steinsstaðir Tegund Sumarbústaður
Svæði Norðurland Öryggis kóði F2141485
Heimilisfang
Lýsing

Eitt hús með rúmum fyrir sex ásamt aukadýnum og barna ferðarúmi. Einnig 12 m2 svefnskáli með hjónarúmi sem staðsettur er við húsið. Utan húss er kastali með rennibraut og sandkassi fyrir börnin. Bílastæði hefur verið stækkað og þökulagt stæði fyrir húsbíla eða tjaldvagna sunnan við bílastæðið. Húsið er í Lýtingsstaðahreppi um 12 km frá Varmahlíð. Steinsstaðahverfi er í 1,5 km fjarlægð.

Í Skagafirði er hægt að finna ýmsa afþreyingu t.d. Vesturfarasafnið á Hofsós, Byggðasafnið í Glaumbæ, fljótasiglingar og einnig má nefna að talsvert er af góðum gönguleiðum í nágrenninu. Ekki langt að skreppa í gamla síldarbæinn Siglufjörð, yfir í Eyjafjörð eða í Húnavatnssýslurnar.

Gæludýr eru leyfð en þess krafist að hreinsað sé upp eftir þau.