Nokkur orlofshús Vegagerðarinnar eru staðsett á stöðum þar sem er snjóþungt og enginn mokstur.
Ef fólk hefur áhuga á að leigja bústaði sem eru gráir á dagatalinu og ekki er hægt að panta, þá er best að hafa samband við umsjónarfólk sem tekur þá bústaðinn frá fyrir viðkomandi. Svo þarf bara að fylgjast með og heyra í umsjónarfólkinu þegar nær dregur til að athuga hvernig færðin er og hvort hægt sé að komast akandi að bústaðnum.
Reynihlíð, Ísafirði er ekki í leigu frá 15. des til 15. apríl vegna snjóflóðahættu. Sauðhússkógur, báðir bústaðir, eru ekki í vetrarleigu.
|