Upplýsingar eignar  -  Eyjakrókur
Almennar upplýsingar
Nafn Eyjakrókur Tegund Sumarbústaður
Svæði Höfuðborgarsvæðið Öryggis kóði 208 5830
Heimilisfang Orlofshús við Meðalfellsvatn í Kjós, Kjósarsýslu
Lýsing

Eitt hús með tveimur herbergjum, í öðru er hjónarúm 140 sm og í hinu er koja fyrir tvo til þrjá 140 sm neðri og 80 sm efri,ásamt tveimur aukadýnum og barnaferðarúmi, svefnsófi fyrir tvo í stofu. Húsið er í fögru umhverfi, við Meðalfellsvatn. Utanhúss eru rólur, rennibraut og sandkassi fyrir börnin. Leigu fylgir bátur með utanborðsmótor, en þar er ágæt veiði og fæst jafnvel lax.  Leigutaki þarf að útvega bensín á utanborðsmótor.

Gæludýr eru leyfð en þess krafist að hreinsað sé upp eftir þau.

Bústaðurinn er ekki leigður með rúmfötum.

Öryggisnúmer fyrir 112  er 208 5830