Eitt hús með þremur herbergjum og rúm fyrir sex til átta. Húsið er staðsett í landi Hæðargarðs ca 1 km vestan Klausturs. Frá Hringveginum eru um 400 metrar að bústaðnum. Húsið stendur hátt í umhverfinu og gott útsýni til allra átta og blasa Lómagnúpur og Vatnajökull vel við. Á Klaustri er upplýsingaþjónusta, veitingarstaður og sundlaug. Utan húss eru rólur fyrir börnin. Fyrir framan bústaðinn er Hæðargarðsvatn sem í veiðist urriði. Hægt er að kaupa veiðileyfi í upplýsingaþjónustunni á Klaustri. Margar frábærar gönguleiðir og fallegir staðir að skoða í nágreninu.
Bústaðurinn er ekki leigður með rúmfötum.
|