ÝMSAR GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR Alltaf er hægt að sækja leigusamninga og kvittanir fyrir greiðslu inn á orlofsvefnum eftir að starfsmaður hefur skráð sig inn undir Síðan mín.
Númer á lyklaboxum eru aðgengileg á leigusamningum.
Ef leigutaki gleymir einhverju í orlofshúsi er best að hafa samband við umsjónarmann þess svæðis.
Ef leigutaki getur einhverra hluta vegna ekki nýtt þá viku sem hann/hún hefur fengið úthlutað og þegar greitt fyrir, þá er einungis endurgreitt ef hægt er að leigja vikuna út aftur!
Allar upplýsingar um húsin, svo sem almennar lýsingar, yfirlit borðbúnaðar og fjöldi svefn-plássa, má finna á orlofsvefnum.
Ef leigutaka vantar aðstoð meðan á dvöl stendur þá þarf að hringja beint í umsjónarmann.
Mikilvægt er að taka með sér lök, sængurver, koddaver og handklæði fyrir dvölina. Sums staðar þarf að hafa með sér tuskur og viskastykki.
|