Eitt hús með rúmum fyrir fjóra, ásamt tveimur aukadýnum og barna ferðarúmi. Lítið geymsluloft. Húsið er staðsett í Klifabotni, milli Laxár og Jökulsár í Lóni í Austur-Skaft., um 1,5 km frá Hringvegi. Svæðið er á lóð Rafiðnaðarsambandsins, inngirt ásamt fjórum húsum þeirra. Sameiginlegt gufubað stendur dvalargestum hússins til boða. Um 29 km eru til Hafnar í Hornafirði og 73 km til Djúpavogs.
Í Lóni er afar fallegt, litadýrð mikil, enda mikið líparítsvæði, mjög vinsælt af ferðamönnum og gönguleiðir margar m.a. inn til hinna margrómuðu Lónsöræfa.
|