Upplýsingar eignar  -  Reynihlíð - Ísafirði
Almennar upplýsingar
Nafn Reynihlíð - Ísafirði Tegund Sumarbústaður
Svæði Vesturland Öryggis kóði 2237522
Heimilisfang
Lýsing

Eitt hús með rúmum fyrir fjóra til fimm ásamt aukadýnum á 15 m2 svefnlofti og barnaferðarúmi. Í húsinu er viðarofn, sjónvarp og dvd spilari. Utanhúss er heitur pottur og rólur fyrir börnin. Húsið er staðsett í Tungudal, þar er mikil veðursæld, talsverður kjarrgróður auk skógræktar.

Um fimm mínútna gangur er á golfvöllinn og um 3,5 km í miðbæ Ísafjarðar. Mikil og góð berjaspretta er í Tungudal og haustið því tilvalinn dvalartími. Á svæðinu eru góðar gönguleiðir, bæði stuttar innan Skutulsfjarðar eða lengri milli fjarða. Með tilkomu Dýrafjarðarganga er heimsókn á Dynjanda orðin þægilegur bíltúr og einnig er tilvalið að fara í dagsferð vestur á Látrabjarg og heimsækja Vesturbyggð eða njóta útsýnis af Bolafjalli. Mikið framboð er af skipulögðum dagsferðum á svæðinu eins og dagsferðir í Jökulfirði eða norður á Hornstrandir.

Bústaðurinn er ekki leigður með rúmfötum.