Upplýsingar eignar  -  Sauðhússkógur hús 2
Almennar upplýsingar
Nafn Sauðhússkógur hús 2 Tegund Sumarbústaður
Svæði Vesturland Öryggis kóði 210 9814
Heimilisfang
Lýsing

Húsið er í fallegu afgirtu skógivöxnu umhverfi. Þegar komið er á staðinn er farið yfir Gljúfurá á brú sem er eingöngu fyrir smærri bíla. Húsið eru í 8 km fjarlægð frá Hringvegi við Svignaskarð. Í húsinu er rúm fyrir fjóra. Í húsinu er viðarofn. Góð tómstundaaðstaða er á svæðinu, stórt tómstundahús sem hýsir billjard borð í fullri stærð, aðstaða fyrir borðtennis, pílukast o.fl. Á útisvæði eru þrjár mini-golf brautir, rólur, vegasalt, klifurgrind, sandkassi, körfuboltaspjald og lítið dúkkuhús fyrir börnin. Einnig er hægt að tjalda og er rafmagnstengill á flöt við bústaði. Margar áhugaverðar gönguleiðir eru í næsta nágrenni. Sundlaugar eru á Varmalandi og Borgarnesi. Golfvöllur er á Hamri skammt ofan Borgarness.

Gæludýr eru leyfð en þess krafist að hreinsað sé upp eftir þau.

Öryggisnúmer fyrir 112 er 210 9814