Leita

Tímabil:
 
 
Stćrđ:
Vinsćlar eignir Fleiri eignir >>
 • Ásholt 2 - Reykjavík

 • Athugið að lyklar eru sóttir á skrifstofu Stétt Vest Íbúðin er í stóru fjölbýlishúsi þar sem á annan tug íbúða eru í eigu stéttarfélaga. Inngangur í Ásholtið er frá Laugavegi og stendur húsið rétt austan við Hlemm, það er því á mjög góðum stað og miðborgin í þægilegu göngufæri. Íbúðin er 107 fm og í henni eru þrjú svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 7 manns. Eitt hjónarúm 180*2 , ein koja með neðri koju sem er ein og hálf breidd 120*2 og 2 einstaklingsrúm 90*2. Borðbúnaður er fyrir 12. Íbúðin er mjög rúmgóð. Henni fylgir stæði í bílageymslu, þar sem mjög góð þvottaaðstaða er fyrir bíla. Þvottahús með vönduðum tækjum er í sameign. Eigninni fylgir líka fallegur lokaður garður og er hægt að ganga beint úr íbúðinni út í garðinn. Húsfélagið hefur í sinni þjónustu mann sem sér um alla sameignina og er eignin annáluð fyrir snyrtimennsku á allan hátt.Barnastóll, tripp trapp stóll og barnarúm. Stutt er í miðbæinn, í strætó og stutt í alla þjónustu. Innifalið í leiguverði er lín fyrir 7 manns, handklæði og  brottfaraþrif en íbúðinni þarf þó að skila snyrtilegri, henda rusli – muna að flokka –  og setja hvern hlut á sinn stað. Inngangur í Ásholtið er frá Laugavegi og stendur húsið rétt austan við Hlemm, það er því á mjög góðum stað og miðborgin í þægilegu göngufæri.

 • Nánar >>
 • Ásatún 26 - Akureyri

 • Íbúðin er í svokölluðu Naustahverfi sem er í suðvesturhluta Akureyrar. Húsið er 12 íbúða fjölbýli á þremur hæðum,  byggt árið 2014, klætt utan með bárustáli. Yfir útidyrum er appelsínugul rönd sem gerir innganginn auðþekkjanlegan. Íbúðin er á jarðhæð til vinstri merkt 101. Íbúðin er 110 fm og í henni eru þrjú svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 8 manns. Rúm eru 183 cm x 203, 153 x 203, og tvennar kojur með dýnustærð 90 x 200. Auk þessa eru tvær harmonikusvampdýnur í geymslunni, sem er innan íbúðarinnar. Borðbúnaður er fyrir 12. Uppþvottavél er í íbúðinni og ísskápur með góðum frysti. Barnarúm og barnastóll eru á staðnum.Á baðherbergi eru þvottavél og þurkari. Sturta er á baði.Öll gólf eru flísalögð og íbúðin er mjög rúmgóð, þannig að vel ætti að fara um alla sem nýta sér þessa frábæru aðstöðu.Aðgengi er að sjónvarpi símans og nettengingu. Einungis nokkrir metrar eru í næstu matvöruverslanir og mjög stutt er á útvistarsvæði Akureyringa. Mjög stutt er í strætó sem er gjaldfrjáls fyrir alla. Inni í leiguverði eru brottfaraþrif en íbúðinni þarf þó að skila snyrtilega, henda rusli og hvern hlut á sinn stað.

 • Nánar >>
 • Kiđárskógur 1 - Húsafell

 • Er 64 fermetra hús sem byggt var árið 2003. Húsið stendur örlítið innar á vinstri hönd við Kiðárskóg en númer 10. Því fylgir ágætur pallur sem er lokaður allan hringinn, heitur pottur og lítið gestahús sem er ekki einangrað en með rafmagnsofni. Gæludýr eru velkomin í húsið. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu í þeim er eitt hjónarúm og 2 kojur með tvíbreiðri neðri koju og því gistirými fyrir 8. Allur búnaður er fyrir átta.Í húsinu er uppþvottavél, þvottavél, barnastóll og barnarúm. Húsafell er dásamleg náttúruperla þar sem hægt er að finna skemmtilegar gönguleiðir, skella sér í sund eða bara njóta ferska loftsins og kyrrðarinnar.

 • Nánar >>
 • Kiđárskógur 10 - Húsafell

 • Er 94 fermetra hús sem félagði eignaðist árið 2010. Húsið stendur aðeins framar en Kiðárskógur 1 og er hægramegin. Því fylgir ágætur pallur, heitur pottur og smá garður Tvö svefnherbergi eru í húsinu ásamt svefnlofti og svefnskoti inn af stofu. Í þeim eru eitt hjónarúm, ein koja og 2 rúm sem eru 120 cm breið (annað er í herbergi en hitt í svefnskoti) og á háaloftinu eru nokkrar dýnur til viðbótar. Gistirými er því fyrir allt að 10-12 manns. Allur búnaður er fyrir 10 manns. Í húsinu er uppþvottavél, þvottavél, barnastóll og barnarúm. Húsafell er dásamleg náttúruperla þar sem hægt er að finna skemmtilegar gönguleiðir, skella sér í sund eða bara njóta ferska loftsins og kyrrðarinnar.

 • Nánar >>
 • Ölfusborgir 26

 • Er 58 fm  hús. Húsið var allt endurbyggt árið 2006, sólstofa var byggð við húsið, nýjar innréttingar og ný tæki eru í húsinu. Á glæsilegri veröndinni, sem er afgirt, er heitur pottur. Svefnaðstaða er fyrir 6-8 manns, sængur og koddar f. 8 og borðbúnaður f. 8 barnastóll og barnarúm.  Staðsetning og staðhættir: Í Hveragerði, sem er í göngufjarlægð frá bústaðnum, er alla þjónustu að finna og svo er líka stutt að skreppa á Selfoss sem er í ca 5 mín. akstursfjarlægð. Einnig er stutt að keyra t.d. á Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og í uppsveitir Árnessýslu þar sem margt skemmtilegt er að skoða. T.d. draugasafnið á Eyrarbakka eða dýragarðinn í Slakka, boðið er upp á kajaksiglingar frá Stokkseyri og flúðasiglingar niður Hvítá. Við vekjum athygli á því að hægt er að fá ýmsa þjónustu keypta hjá Heilsustofnun NLFÍ sem er í næsta nágrenni.   Leigutímabil í boði: Orlofshúsið við Ölfusborgir stendur félagsmönnum til boða á sumrin í vikuleigu en yfir vetrartímann er hægt að taka á leigu staka nótt eða helgi. 

 • Nánar >>