Húsið er með 2 svefnherbergjum. Í öðru herbergi er hjónarúm 160x2m og hinu rúm 120x2m og barnakoja 70x2m. Svefnaðstaða er fyrir 6 manns. Uppþvottavél er í húsinu.
Allur nauðsynlegur húsbúnaður er í húsinu. Sængur og koddar fylgja. Leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt, handklæði, salernispappír, diskaþurrkur, borðtusku og aðra klúta til ræstinga. Í húsinu eru öll áhöld, sápur og gólfmoppa til ræstinga. Skila þarf húsinu hreinu fyrir næsta leigutaka. Skilja á gólfmoppu eftir í húsunum. Umsjónarmaður fer yfir húsin á föstudögum. Reykingar stranglega bannaðar.
Vodafone hefur sett upp þráðlaust netsamband í Munaðarnesi. Upplýsingar eru í húsunum. Heitur pottur er við húsið og gasgrill.
Gestir hafa aðgang að þvottahúsi sem er staðsett í áhaldahúsinu, gengið inn um hurð sem er hægra megin við aðalinnganginn. Lyklabox er fyrir utan, númerið er 1098. Í þvottahúsinu er þvottavél, þurrkari og vaskur.
Við Þjónustumiðstöðina er Leikgarður fyrir börn þar er einnig minigolf og fótboltagervigrasvöllur. Fjöldi fallegra gönguleiða eru í nágrenninu. Göngufæri er að Glanna, Laxfossi og Paradísarlaut svo eitthvað sé nefnt.
Ekki er heimilt að vera með gæludýr í orlofshverfinu.
|