Íbúðin er á frábærum stað í bænum. Hún er á neðri hæð í tvíbýli. Íbúðin er leigð með húsgögnum og svefnstæðum fyrir 6 manns. Íbúðinni fylgja 8 sængur og koddar en leigjandi skaffar sjálfur rúmföt. Leigjandi skaffar sjálfur salernispappír, viskustykki og borðtuskur. Þvottavél er í íbúðinni.

Íbúðin er rétt við Glerártorg, stutt í bakarí, Bónus ofl.

Leigjandi skaffar sjálfur rúmföt.

Allt dýrahald er bannað í orlofsíbúðinni

Lyklabox er við útidyrahurðina