Leiguupphæð er mismunandi eftir eignum og er ákveðin árlega af stjórn Orlofssjóðs.
Leigutaka ber að greiða leigu við bókun. Kjósi félagsmaður annað greiðslufyrirkomulag þarf hann að hafa samband við skrifstofu Orlofssjóðs eða senda póst á vsfk@vsfk.is.
Allar viðbótarbókanir teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir þær í samræmi við gjaldskrá.
Eftir greiðslu fær leigutaki leigusamning sendan í tölvupósti og er á honum lykilnúmer að lyklakassa orlofshússins. Lyklakassarnir eru við útidyrahurð hússins.