Í húsinu eru tvö svefnherbergi, hjónaherbergi, herbergi með hjónarúmi og einni koju fyrir ofan, og svefnloft með dýnum, stofa með eldhúskrók og baðherbergi.
Í húsinu er svefnpláss fyrir 8 manns. Í því er barnarúm, sjónvarp og útvarp og gasgrill.
Góð verönd með heitum potti er við bústaðinn.
Geymsluskúr er við bústaðinn, þar sem geymdir eru sólstólar,borð og grill. Hægt er að vera með fellihýsi eða tjaldvagn við húsið.