Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, 1 hjónaherbergi með hjónarúmi (180 x 200) heil dýna og 2 herbergi með tvíbreiðu rúmi (160 x 200). Í stofu er hornsófi. Stofa er með eldhúskrók, og baðherbergi á milli eldhúss og hjónaherbergi, baðherbergi er með hurð út á pall.
Í húsinu er svefnpláss fyrir 6-7 manns. Í því er barnarúm geymt inn í skáp á gangi, smart sjónvarp, og gasgrill.
Góð verönd með heitum potti er við bústaðinn, innangengt er frá baðherbergi út á verönd.
Húsið er 106 fermetri að stærð.
Geymsla er í húsinu með aðgangshurð frá palli, þar sem hægt er að komast í þvottavél og þurkara (Sama stykkið), þar eru geymdir sólstólar, borð, gasgrill barnarúm+dýna og fl.
Stillingar fyrir heitan pott eru í geymslu.
Lyklabox fyrir hlið er hægra meigin við hlið merkt VSFK, inn í lyklaboxi er fjarstýring til að opna hlið.Eftir notkunn vinsamlegast lokið boxi.