Tjaldvagnar - Fellihýsi - Hjólhýsi

VR félagar geta tekið á leigu tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi af viðurkenndum leiguaðilum og fengið niðurgreiðslu frá VR gegn framvísun kvittunar. Niðurgreiðslan er 5.000 kr. pr. nótt en að hámarki sex nætur fyrir hvert orlofstímabil. Greitt er eftir að dvöl lýkur gegn fullri greiðslu fyrir vagninn, leigutímabil þarf að koma fram á kvittun. Nánari upplýsingar hjá þjónustuveri VR í síma 510-1700.

Afsláttur í ferðina


Hver félagsmaður getur keypt fjóra orlofsmiða á ári hjá Icelandair. Ekki er hægt að skila miðum eftir að þeir hafa verið keyptir. Afslátturinn er í formi orlofsmiða sem hægt er að kaupa á orlofsvef VR, sjá nánar hér. Óháð gjafabréfum Icelandair geta félagsmenn keypt gjafabréf hjá Úrval Útsýn og Sumarferðum.

Flugfélagið Ernir - Flugávísun

Flugávísunin gildir sem greiðsla á flugmiða aðra leið fyrir einn, sjá nánari upplýsingar um áfangastaði og skilmála hér.

Útilegu- og veiðikort

Félagsmenn VR geta keypt útilegu- og veiðikort á skrifstofum félagsins og á orlofsvef VR, sjá nánar hér.