Orlofsíbúð VR í Reykjavík er við Sóltún 30, merkt 0106, mjög miðsvæðis í borginni. Íbúðin er einungis ætluð félagsmönnum VR utan höfuðborgarsvæðisins, þ.e. póstnúmer 230-262 og 300-900.

Íbúðin er á jarðhæð með sérinngangi, þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og baði og er útbúin fyrir sex manns. Gengið er beint út á rúmgóðan trépall út af stofu. Í íbúðinni er þvottavél á baðherbergi, barnarúm, barnastóll, straubretti og staujárn.

Íbúðin er til afnota um helgar og á virkum dögum. Komutími kl. 16:00 og brottfarartími kl. 11:00, en á sunnudögum er brottfarartími kl. 16:00 og komutími kl. 17:00. Lykill af íbúðinni er í lyklaskáp við innganginn. Hægt er að panta lín hjá umsjónarmanni, settið kostar 1000 kr. innifalið í því er; sængurver, koddaver, lak, baðhandklæði og lítið handklæði. Panta þarf með dagsfyrirvara. Gestir greiða sjálfir fyrir afnot af neti.

Umsjón með íbúðinni er í höndum umsjon.is í síma 7774434.

Vinsamlega athugið að reykingar eru bannaðar. Gæludýr eru ekki leyfð.