VR hefur tekið á leigu sumarbústað rétt norðan við Hofsós, ca 1-2 km. frá þorpinu - mjög stutt í fjöruna.

Í húsinu eru tvö svefnherbergi og svefnloft, svefnpláss er fyrir 6-8 manns. Pallur og gasgrill. Athugið að ekki er heitur pottur.

Komutími kl. 17:00 og brottför kl 12:00.

Vinsamlega athugið að reykingar eru bannaðar og gæludýr eru ekki leyfð.