Af gefnu tilefni: Gæludýr eru bönnuð í öllum orlofshúsum VM nema í húsum númer 1 og 2 á Syðri Reykjum! Lausaganga gæludýra á svæðum er stranglega bönnuð. Eigendur skulu þrífa upp eftir sín gæludýr. Gæludýr mega ekki valda öðrum gestum ónæði.
Á tjaldsvæði félagsins á Laugarvatni eru 40 stæði þar sem gæludýr eru leyfð samkvæmt reglum.
Reglur varðandi hundahald/dýrahald á tjaldsvæðinu á Laugarvatni: ATHUGIÐ að hundahald er eingöngu leyfilegt á efra tjaldsvæðin og neðstu flötinni ekki er heimilt að fara með hunda/dýr á önnur tjaldsvæði, á leikvelli eða inn á svæði orlofshúsa.Lausaganga hunda er bönnuð, eigendur skulu þrífa upp eftir sína hunda. Hundar mega ekki valda öðrum gestum ónæði og ró þarf að vera á svæðinu frá miðnætti til morguns.Umsjónarmaður á svæðinu fylgist með að farið sé eftir reglum. Brot á reglum getur valdið brottrekstri af svæðinu.
|