Félagsmaður ber ábyrgð á orlofsaðstöðunni og öllum búnaði þess á meðan að leigu stendur og skuldbindur sig til þess að bæta það tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem dvelja þar með honum. Félagsmaður skal ganga vel um eignina, búnað þess og umhverfi. Að lokinni dvöl skal félagsmaður sjá um að hver hlutur sé á sínum stað og ræsta húsið vel við brottför og skila því hreinu fyrir næsta leigjanda. Bilanir í orlofshúsum
Félagsmanni ber að láta umsjónarmann með húsinu vita ef eitthvað er ekki í lagi við komu og láta vita við brottför ef einhverja skemmdir verða eða ef eitthvað bilar á meðan dvöl stendur. Bilanir er eitthvað sem við ráðum ekki við og geta komið hvenær sem er. Brugðist verður við næsta virkan dag ef ekki er hægt að leysa málið í síma. Höfum hugfast að orlofshúsin eru eign félagsmanna, byggð upp og viðhaldið með ykkar framlagi. Göngum því vel um eignirnar og alla muni sem þeim fylgja. Umgengni lýsir innri manni.
Félgsmönnum ber að taka tillit til nágranna í orlofseignum VM. Lágmarka hávaða í og við eignirnar, hvort sem er sumarhús/íbúðir eða tjalsvæði. Gæta að umferð um svæðin og virða eðlilega hvíldartíma.
Orlofshúsin/íbúðir og tjaldsvæði er eingöngu til dvalar og samveru fyrir félagsmann og gesti hans.
Félagsmanni er óheimilt með öllu að framleigja leigusamning án samþykkis félagsins og við brot á þeirri reglu er tafarlaus brottvísun úr húsi og útilokun félagsmanns frá leigu orlofshúsa og orlofsaðstöðu VM í 3 ár.
Félagsmaður skal hafa leigusamnig með sér í orlofshús/íbúðir/tjaldsvæði og framvísa honum ef umsjónaraðili óskar eftir því ásamt persónuskílríkjum.
Hvers konar námskeiðshald, kynningar eða annað sem getur talist til atvinnustarfsemi er með öllu óheimilt í orlofshúsum eða íbúðum VM.
Gæludýr eru bönnum í öllum orlofshúsum VM nema á Syðri Reykjum húsi númer 1 og 2. Gæludýr eru leyfð á 40 stæðum á tjaldsvæði VM á Laugarvatni samkvæmt reglum. Öll lausaganga dýra á orlofssvæðum VM er stranglega bönnum.
Óheimilt er að nota tjöld, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna og annan slíkan búnað við orlofshús VM.
Reykingar eru stranglega bannaðar í öllum orlofshúsum/íbúðum VM. Félagsmaður sem ekki fer eftir þeim reglum fær áminningu og verður jafnframt krafin um að borga fyrir þrif ef lyktin er mikil.
Þrif eru EKKI innifalin í leigu á sumarhúsum VM, hvorki helgar- eða vikuleigu. Á það líka við um hlífðardýnur og sængurfatnað í sumarhúsum. Leigjanda ber að hafa viðeigndi rúmfatnað, lök,sængurver og koddaver meðferðis í sumarhúsið. Að öðrum kosti verður rukkað fyrir þríf á sængurfatnaði.
Þrif eru innifalin í leiguverði á orlofsíbúðum VM. Í íbúðum í Reykjavík og á Akureyri fylgir lín með og ber leigjanda að nota það.
VM áskilur sér rétt til að innheimta sérstaklega 20.000.- fyrir vanrækslu á þrifum í orlofshúsum og íbúðum. Þetta er lágmarksupphæð fyrir almenn þrif. Þá verður innheimt sérstakleg 2000.- fyrir hvert stykki sem senda þarf í þvott vegna vanrækslu á að nota sængurfatnað. Vinsamlega látið umsjónarmann á hverjum stað vita ef slys verður á sængurfatnaði sem telst ekki til vanrækslu á notkun sængurfatnaðar. Félagsmanni verður sendur reikning fyrir þrifum og/eða þvotti. Félagsmaður fær áminningu og fer sjálfkrafa á útilokunarlista þar til reikningurinn hefur verið greiddur.
Við brot á reglum um veru gæludýra í eða við orlofshús/íbúðir/tjaldsvæði fær félagsmaður alltaf áminningu og getur brotið varðað tafarlausa brottvísun og allt að þriggja ára útilokun félagsmanns til leigu orlofshúss/íbúða/tjaldsvæðis.
Við brot á reglum um umgengni, notkun eigna og frágang við brottför fær félagsmaður alltaf áminningu og getur brotið varða allt að þriggja ára útilokun félgsmannsin til leigu orlofshús/íbúða/tjalsvæðis.
Félagsmaður sem fær áminningu getur átt á hættu að fá allt að þriggja ára útilokun frá leigu á orlofseignum VM, allt eftir eðli brotana. Ef félagmaður fær þrjár áminningar fer hann sjálfkrafa í þriggja ára útilokun.
Reglur þessar eru gefnar út af stjórn orlofshúsasjóðs VM í febrúar 2018.
|