Svæðið er aðeins ætlað VM félögum og fjölskyldum þeirra en félagsmenn geta boðið að hámarki tveimur gestum ( tvö stæði) til að dvelja með sér á tjaldsvæðinu og greiða sérstaklega fyrir þá.
Hámarksdvöl á tjaldsvæðinu er tvær vikur.
Gæludýr eru eingöngu leyfð á tilgreindu svæði á svæðinu.
sjá reglur hér að neðan
TJALDSVÆÐI VM Á LAUGARVATNI.
Félagsmönnum VM stendur til boða glæsilegt tjaldsvæði í orlofsbyggð félagsins við Laugarvatn, í landi Snorrastaða í Bláskógabyggð. Á svæðinu er mjög góð aðstaða fyrir tjöld, húsbíla og fellihýsi. Þar er myndarlegt þjónustuhús með vöskum, salernum, sturtum og þvottavél til afnota fyrir gesti. Dýrahald er leyft samkvæmt reglum á stæðum 1 til 21 og einnig á stæðum 43 til 60, sjá reglur hér að neðan. Á neðra svæði sem er nýtt svæði og var tekið í notkun 2015 eru 40 stæði. Öll stæðin eru með aðgangi að rafmagni. Á svæðinu er umsjónaraðili sem annast eftirlit.
Leikaðstaða er á svæðinu og er að hluta til sameiginleg með orlofshúsasvæðinu, þar sem er m.a. sundlaug og heitir pottar, minigolf, púttgolfvöllur, klifurkastali og fleiri leiktæki. Skemmtilegar gönguleiðir eru hvarvetna í og við Laugarvatn.
Reglur varðandi hundahald/dýrahald á tjaldsvæðinu:
ATHUGIÐ að hundahald er eingöngu leyfilegt á efra tjaldsvæðin og neðstu flötinni ekki er heimilt að fara með hunda/dýr á önnur tjaldsvæði, á leikvelli eða inn á svæði orlofshúsa.
Lausaganga hunda er bönnuð, eigendur skulu þrífa upp eftir sína hunda. Hundar mega ekki valda öðrum gestum ónæði og ró þarf að vera á svæðinu frá miðnætti til morguns.
Umsjónarmaður á svæðinu fylgist með að farið sé eftir reglum. Brot á reglum getur valdið brottrekstri af svæðinu.