Húsið er 70 fm ásamt 40 fm svefnlofti, svefnpláss er fyrir 7 manns. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með rúmum fyrir 7, eitt herbergi með tvíbreiðu rúmi, eitt með 2 einbreiðum rúmum og þriðja herbergið með fjölskyldu koju fyrir 3. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu. Stór verönd með heitum potti er við húsið.

Lyklar: Snerta takkaborð á hurðalæsingu til þess að virkja skjáinn. Slá inn 4 stafa pin kóða og ýta á #.

Annað:

Á milli húsanna eru leiktæki fyrir börnin. Húsin standa á bökkum Fullsæls og fylgir veiðileyfi fyrir eina stöng hvoru húsi í Fullsæl að Brúará. Hverju húsi fylgir kort sem gefur tveimur dvalargestum í hverju húsi rétt til að spila frítt á golfvellinum í Miðdal, sem er um 10 km vestur af Syðri Reykjum og eru kort sem veita aðgang í húsinu.

Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 .

Komutími í hús er kl. 16:00.
Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.

Munið að taka með ykkur salernispappír og sængurfatnað.

Af gefnu tilefni:
Gæludýr eru bönnuð í öllum orlofshúsum VM nema á Syðri-Reykjum í húsum 1 og 2!
Lausaganga hunda á svæðum er stranglega bönnuð.