Þrjú svefnherbergi með svefnplássi fyrir sex. Í bústaðnum eru sængur og koddar fyrir sex. Barnarúm er í húsinu.

Húsnúmer: Ekkert - en merki Félags járniðnaðarmanna er við húsið. GPS: 64.40909, -14.93162

Lyklar: Lyklakassi við útidyr og lykiltölur eru á samningi.

Annað:

Lækjarhvammur í Klifabotni er um 30 km í austur frá Höfn í Hornafirði. Frá þjóðveginum á milli Laxár, sem er skammt fyrir austan bæinn Hvamm, og Jökulsár í Lóni er ekið inn Þórisdal stuttan spotta og aftur til vinstri í Klifabotn.

Munið að taka með ykkur diskaþurrkur, borðtuskur, gólftuskur, salernispappír og sængurfatnað.

Komutími í hús er kl. 16:00.
Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.

Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 .
   
Stór verönd, leiktæki og sparkvöllur. Sameiginleg gufubaðstofa á svæðinu og þvottavél.
 
ATH: Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu