Þrjú herbergi, eitt með tvíbreiðu rúmi og tvö herbergi með koju. Sængur og koddar eru í húsinu fyrir sex. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu.
Gólfhiti er í öllu húsinu.
Lyklar: Lyklakassi er við útidyr og lykiltölur á samningi.
Annað:
Staðurinn er um 11 kílómetra innan við Egilsstaði (þjóðvegur 1) og er ekið upp afleggjarann að Einarsstöðum og síðan beygt til hægri að Úlfstöðum.
Komutími í hús er kl. 16:00.
Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.
Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 .
Munið að taka með ykkur diskaþurrkur, borðtuskur, salernispappír og sængurfatnað.
ATH: Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.