Íbúðirnar eru 125 fm með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex. Í hjónaherberginu er hjónarúm, bæði herbergin eru með tvö rúm sem hægt er að leggja saman. Með íbúðinni fylgja sex sængur og sex koddar. Barnarúm og barnastóll eru í íbúðinni. Bílastæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð.
Lyklar: Lyklabox er vinstra megin við inngang á Stórhöfða 29. Vinsamlegast skilið lyklinum í boxið.
Annað:
Sængurföt, handklæði (ekki baðhandklæði) o.þ.h. fylgja fyrir allt að sex manns.
Nánari upplýsingar um íbúðirnar eru gefnar á skrifstofu VM.
Íbúð 406 er sjúkraíbúð og allar upplýsingar um hana eru gefnar upp á skrifstofu VM.
Innifalið í verði er þrifagjald fyrir brottfaraþrif er 5000 kr fyrir fyrstu nótt og 500 kr fyrir hverja nótt eftir það.
Frágangur félagsmanna verður þá eftirfarandi
Leigjandi á að ganga snyrtilega um íbúðina og við brottför á að, þurrka af borðum, taka úr uppþvottavél, Þrífa bakaraofn, þrífa ísskáp, þrífa og ganga frá grilli, henda öllu rusli og ganga frá líni í þvottakörfu og skilja eftir í geymslu.
Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 .
Komutími í hús er kl. 16:00.
Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.
ATH: Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.