Húsin eru 45 fm með svefnplássi fyrir sex. Í húsinu eru tvö svefnherbergi. Í öðru herberginu er hjónarúm en í hinu er hjónarúm og koja. Með húsinu fylgja sex sængur og sex koddar. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu. Húsin eru með garðskála og rúmgóðri verönd með heitum potti.
Lyklar: Snerta takkaborð á hurðalæsingu til þess að virkja skjáinn. Slá inn 4 stafa pin kóða og ýta á #.
Annað:
Hægt er að hringja í umsjónarmann Ölfusborga og panta hús með góðu aðgengi fyrir hjólastóla. Sími umsjónarmanns er 483-4260 á milli kl. 11:00 og 16:00 mánudag til föstudag.
Frekari upplýsingar um Ölfusborgir er hægt að skoða hér
Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 .
Munið eftir að taka með ykkur diskaþurrkur, borðtuskur, salernispappír og sængurfatnað.
Komutími í hús er kl. 16:00.
Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.
ATH: Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.
Við móttökuna í Ölfusborgum er búið að setja upp tvær rafhleðslustöðvar sem gestir geta nýtt sér.