Í húsunum eru þrjú svefnherbergi. Tvö herbergjanna eru með hjónarúmum 1.60 m og eitt með fjölskyldukoju 1.40 m og 90 cm. Svefnpláss er því fyrir 7. Sængur og koddar fylgja fyrir 8.

Lyklar: Snerta takkaborð á hurðalæsingu til þess að virkja skjáinn. Slá inn 4 stafa pin kóða og ýta á #.

Annað:

Góð verönd og heitur pottur. Hverju húsi fylgir kort að sundlaugarsvæðinu og kort sem gefur tveimur dvalargestum í hverju húsi rétt til að spila frítt á golfvellinum í Miðdal, en Miðdalur er um 5 km austur af Laugarvatni. Kortin eru á lyklakippu sem fylgir hverju húsi.

Innifalið er: aðgangur og afnot af sundlaug, pottum, gufubaði og sturtum í ofangreint tímabil.  Þú og þeir sem fara inn á sundlaugarsvæðið á þínu korti eru alfarið á þinni ábyrgð.
BANNAÐ er að hleypa inn öðrum en þeim sem dvelja í húsinu sem þú hefur á leigu og STRANGLEGA BANNAÐ að leyfa börnum undir 12 ára aldri að fara inn á sundlaugarsvæðið án eftirlits fullorðinna. Sundlaugin er ekki vöktuð. Gestir eru þar á eigin ábyrgð og ber að ganga vel um svæðið. Ekki er leyfilegt að neyta áfengis á sundlaugar svæðinu. Sundlaugin er opin frá júní til sept.

Munið að taka með ykkur salernispappír og sængurfatnað.

Komutími í hús er kl. 16:00.
Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.