Leita

TÝmabil:
 
 
StŠr­:
VinsŠlar eignir Fleiri eignir >>
 • Sy­ri-Reykir - LŠkjarbraut 1

 • Húsið er 70 fm ásamt 40 fm svefnlofti, svefnpláss er fyrir tíu manns. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með rúmum fyrir 7, tvö herbergjanna eru með tvíbreiðum rúmum og þriðja herbergið með fjölskyldu koju. Á svefnlofti eru 2 gestarúm og dýnur. Með bústaðnum fylgja tíu sængur og tíu koddar. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu. Stór verönd með heitum potti er við húsið. Lyklar: Snerta takkaborð á hurðalæsingu til þess að virkja skjáinn. Slá inn 4 stafa pin kóða og ýta á #. Annað: Á milli húsanna eru leiktæki fyrir börnin. Húsin standa á bökkum Fullsæls og fylgir veiðileyfi fyrir eina stöng hvoru húsi í Fullsæl að Brúará. Hverju húsi fylgir kort sem gefur tveimur dvalargestum í hverju húsi rétt til að spila frítt á golfvellinum í Miðdal, sem er um 10 km vestur af Syðri Reykjum. Kortin eru á lyklakippu sem fylgir hverju húsi. Hægt er að kaupa sumarhúsaáskrift að Stöð 2 (leiðbeiningar eru í húsunum). Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 . Komutími í hús er kl. 16:00.Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi. Munið að taka með ykkur diskaþurrkur, borðtuskur, salernispappír og sængurfatnað. Af gefnu tilefni:Gæludýr eru bönnuð í öllum orlofshúsum VM nema á Syðri-Reykjum í húsum 1 og 2!Lausaganga hunda á svæðum er stranglega bönnuð. 

 • Nßnar >>
 • Laugarvatn 5 - Stˇr ra­h˙s

 • Húsin eru 65 fm með tveim svefnherbergjum. Í öðru herberginu er hjónarúm, en þrjú stök rúm í hinu, auk barnarúms. Sængur og koddar eru fyrir fimm. Við húsin er verönd með heitum potti. Lyklar: Snerta takkaborð á hurðalæsingu til þess að virkja skjáinn. Slá inn 4 stafa pin kóða og ýta á #. Annað: Góð verönd og heitur pottur. Hverju húsi fylgir kort að sundlaugarsvæðinu á orlofssvæði VM. Kortið eru á lyklakippu sem fylgir hverju húsi. Innifalið er: aðgangur og afnot af sundlaug, pottum, gufubaði og sturtum í ofangreint tímabil.  Þú og þeir sem fara inn á sundlaugarsvæðið á þínum korti eru alfarið á þinni ábyrgð.BANNAÐ er að hleypa inn öðrum en þeim sem dvelja í húsinu sem þú hefur á leigu og STRANGLEGA BANNAÐ að leyfa börnum undir 12 ára aldri að fara inn á sundlaugarsvæðið án eftirlits fullorðinna. Sundlaugin er ekki vöktuð. Gestir eru þar á eigin ábyrgð og ber að ganga vel um svæðið. Ekki er leyfilegt að neyta áfengis á sundlaugar svæðinu. Sundlaugin er opin frá júní til sept. Munið að taka með ykkur diskaþurrkur, borðtuskur, salernispappír og sængurfatnað. Komutími í hús er kl. 16:00.Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.

 • Nßnar >>
 • Ílfusborgir 18

 • Húsin eru 45 fm með svefnplássi fyrir sex. Í húsinu eru tvö svefnherbergi. Í öðru herberginu er hjónarúm en í hinu er hjónarúm og koja. Með húsinu fylgja sex sængur og sex koddar. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu. Húsin eru með garðskála og rúmgóðri verönd með heitum potti. Lyklar: Snerta takkaborð á hurðalæsingu til þess að virkja skjáinn. Slá inn 4 stafa pin kóða og ýta á #. Annað: Hægt er að kaupa sumarhúsaáskrift að Stöð 2 (leiðbeiningar eru í húsunum). Hægt er að hringja í umsjónarmann Ölfusborga og panta hús með góðu aðgengi fyrir hjólastóla. Sími umsjónarmanns er 483-4260 á milli kl. 11:00 og 16:00 mánudag til föstudag. Frekari upplýsingar um Ölfusborgir er hægt að skoða hér Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 . Munið eftir að taka með ykkur diskaþurrkur, borðtuskur, salernispappír og sængurfatnað. Komutími í hús er kl. 16:00.Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi. ATH: Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.

 • Nßnar >>
 • Mßnat˙n 3 - 5. ═b˙­ 304

 • Íbúðirnar eru 125 fm með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex. Í hjónaherberginu er hjónarúm, bæði herbergin eru með tvö rúm sem hægt er að leggja saman. Með íbúðinni fylgja sex sængur og sex koddar. Barnarúm og barnastóll eru í íbúðinni. Bílastæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð. Lyklar:  Lyklabox er vinstra megin við inngang á Stórhöfða 29. Vinsamlegast skilið lyklinum í boxið. Annað: Sængurföt, handklæði (ekki baðhandklæði) o.þ.h. fylgja fyrir allt að sex manns.Nánari upplýsingar um íbúðirnar eru gefnar á skrifstofu VM. Íbúð 406 er sjúkraíbúð og allar upplýsingar um hana eru gefnar upp á skrifstofu VM.  Innifalið í verði er þrifagjald fyrir brottfaraþrif er 5000 kr fyrir fyrstu nótt og 500 kr fyrir hverja nótt eftir það.Frágangur félagsmanna verður þá eftirfarandiLeigjandi á að ganga snyrtilega um íbúðina og við brottför á að, þurrka af borðum, taka úr uppþvottavél, Þrífa bakaraofn, þrífa ísskáp, þrífa og ganga frá grilli, henda öllu rusli og ganga frá líni í þvottakörfu og skilja eftir í geymslu.Skiptidagar eru miðvikudagar á sumrin. Hægt er að kaupa sumarhúsaáskrift að Stöð 2 (leiðbeiningar eru í húsunum). Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 . Komutími í hús er kl. 16:00.Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi. ATH: Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.

 • Nßnar >>
 • Laugarvatn 7 - LÝtil ra­h˙s

 • Húsin eru 35 fm. Í svefnherbergi er tvíbreitt rúm (120 cm) og efri koja. Í stofu er svefnsófi (þar þarf stórt og gott lak, ekki teygjulak). Í hverju húsi eru fimm sængur og fimm koddar. Barnarúm og barnastóll eru í húsunum. Við hvert hús er verönd með heitum potti. Lyklar: Snerta takkaborð á hurðalæsingu til þess að virkja skjáinn. Slá inn 4 stafa pin kóða og ýta á #. Annað: Góð verönd og heitur pottur. Hverju húsi fylgir kort að sundlaugarsvæðinu á orlofssvæði VM. Kortið eru á lyklakippu sem fylgir hverju húsi. Innifalið er: aðgangur og afnot af sundlaug, pottum, gufubaði og sturtum í ofangreint tímabil.  Þú og þeir sem fara inn á sundlaugarsvæðið á þínum korti eru alfarið á þinni ábyrgð.BANNAÐ er að hleypa inn öðrum en þeim sem dvelja í húsinu sem þú hefur á leigu og STRANGLEGA BANNAÐ að leyfa börnum undir 12 ára aldri að fara inn á sundlaugarsvæðið án eftirlits fullorðinna. Sundlaugin er ekki vöktuð. Gestir eru þar á eigin ábyrgð og ber að ganga vel um svæðið. Ekki er leyfilegt að neyta áfengis á sundlaugar svæðinu. Sundlaugin er opin frá júní til sept. Munið að taka með ykkur diskaþurrkur, borðtuskur, salernispappír og sængurfatnað. Komutími í hús er kl. 16:00.Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.

 • Nßnar >>