Til að skrá sig inn á orlofsvefinn er smellt á innskráning efst í hægra horninu. Innskráning er í gegnum island.is og þarf að vera með Íslykil eða Rafræn skilríki í síma eða á korti.
Ef þú ert ekki með Íslykil eða Rafræn skilríki er sem hægt er að smella á Mig vantar íslykil eða Mig vantar rafræn skilríki.
Til að panta orlofshús til leigu er best að fara í Laus tímabil þar er hægt að sjá hvaða eignir eru lausar og á hvaða tíma.
Hér eru skýringar á þeim táknum sem sjást í dagatalinu.
Þegar búið er að finna hús og dag er smellt á dagsetinguna fyrir viðeigandi hús. Þá kemur upp gluggi sem biður um brottfarardag.
Þegar hann hefur verið valin er smellt á staðfesta. Þá er farið í greiðsluferli. Þegar gengið hefur verið frá greiðslu er samningur sendur í tölvupósti. Einnig er hægt að sækja samninga og kvittanir undir "Síðan mín".
Þeir sem eiga þegar pantað og eiga eftir að ganga frá greiðslu geta geta gengið frá greiðslu undir "Síðan mín". |