Þriggja herbergja íbúð með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, stofu, baðherbergi og skjólgóðum palli. Þvottavél er í sérstöku þvottaherbergi. Í stærra svefnherbergi er 2*90cm rúm, föst saman, stór skápur ásamt hillum meðfram glugga. Í eldhúsi er uppþvottavél, örbylgjuofn, borðkrókur, öll helstu tæki og eldhúsáhöld, borðbúnaður er fyrir 12. Svefnsófi er í stofu, sjónvarp, stórt borðstofuborð og sófaborð. Þar er einnig útgangur út í suðurpall þar sem er gasgrill og útihúsgögn. Í minna svefnherbergi eru 2*90cm rúm, kojur ásamt kommóðu. Baðherbergi með sturtu og góðum skápum. Barnarúm og barnastóll er til staðar. Í orlofsíbúðinni er þráðlaust net.

Svefnpláss er fyrir sex ásamt barnarúmi , sængur og koddar eru fyrir sex fullorðna og eitt barn.