Sumarbústaður í Þverárgerði í Önundarfirði. Bústaðurinn sjálfur er 60 fermetrar, ný uppgerður að innan, ný eldhúsinnrétting og tæki á baðherbergi, auk þess nýmálaður. 15 fermetra gestahús er við bústaðinn. Góður sólpallur sem tengir saman gestahús og bústaðinn. Í bústaðnum eru þrjú svefnherbergi, þar sem eru svefnpláss sex og í gestahúsi er svefnpláss fyrir þrjá. Sængur og koddar eru fyrir átta.

Í eldhúsi er ný uppþvottavél, bakaraofn með blæstri og helluborð og ísskápur með frysti. Í bústaðnum er ljósleiðari.  Gasgrill, sjónvarp, útvarp og þvottavél. Ferðabarnarúm er í bústaðnum og barnastóll. Borðbúnaður fyrir 12 manns.

Bústaðurinn er inn í Bjarnardal í Önundarfirði, Flateyri er næsta þéttbýli í 12 km fjarlægð og  21 km er í miðbæ Ísafjarðar í gegnum Vestfjarðargöng. Góðar gönguleiðir eru í nálægð og skemmtileg útvistarsvæði við Holtsbryggju. Golfvellir á Ísafirði og Þingeyri. Fjórar góðar sundlaugar eru í innan hálftíma aksturs  á Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og í Bolungarvík þar sem er rennibraut á útisvæði.