Bústaðurinn er í Klapparholti í Borgarfirði. Aðeins 9 km. norður af Borgarnesi.
Húsið er vel búið, í því eru þrjú svefnherbergi. Svefnpláss er fyrir sex til átta. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, annað með tvíbreiðu rúmi (160 x 200) og barnaferðarúmi, hitt með einbreiðu rúmi (90 x 200) og einoghálfbreiðu rúmi (120x200). Á efri hæð er svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi (160 x 200) og tvö einbreið rúm fyrir börn (90x200). Húsið er fullbúið með vönduðum eldhústækjum. Á verönd er heitur pottur, útihúsgögn og gasgrill. Húsið stendur sér í kjarrivöxnu landi með fallegu útsýni og góðum gönguleiðum í kring. Stutt er í Borgarnes og alla þjónustu sem þar er.
Í húsinu eru hreinlætisvörur fyrir uppþvott og lokaþrif. Taka þarf með rúmföt, lök, handklæði og handsápu, viskustykki, borðtuskur, ruslapoka í ruslafötu og wc pappír.
Í húsinu er nettenging.
Einungs eru 5 km. í glæsilegan golfvöll að Hamri.
Skipulag allra bústaðanna í Klapparholti er eins.
Athugið að stranglega er bannað að framleigja bústaðinn til ættingja eða vina.
Vanræki leigutaki að þrífa vel eftir sig fær hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur því ekki bókað hús á vefnum.
Orlofshúsin eru sameign sjóðfélaga, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið skrifstofu VFÍ vita.