Fjögurra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Nónhæð í Garðabæ. Íbúðin er á efstu hæð til hægri.

Bjalla nr. 1 (merkt Nanna Björg).

Íbúðin er miðsvæðis og með útsýni til allra átta. - Stutt er inn á helstu stofnbrautir.

Næg bílastæði eru við húsið.

Svefnpláss er fyrir hámark 6 manns. 

Stofa og eldhús eru í opnu rými. 

Baðherbergi er rúmgott.

Suðursvalir eru á íbúðinni þar eru húsgögn og grill.

Svefnherbergi 1: Einbreitt rúm. (90 x 200)

Svefnherbergi 2: Hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi. (180 x 200)

Svefnherbergi 3: Koja fyrir þrjá. (Útdraganlegt rúm neðst). (90 x 200)

Í íbúðinni er barnarúm með dýnu og barnastóll.

 

Lyklabox er í póstkassa í anddyri, merkt Nanna Björg Sigurgeirsdóttir. Kóði er í leigusamningi, munið að rugla tölunum strax og loka boxinu. 

 

Athugið að stranglega bannað er framleigja íbúðina til ættingja eða vina. 

Vanræki leigutaki að þrífa vel eftir sig fær hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur því ekki bókað hús á vefnum.

Orlofshúsin eru sameign sjóðfélaga, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið skrifstofu VFÍ vita.