Aðalstræti 8, suðurendi, 400 Ísafjörður

Í húsinu eru tvær íbúðir, orlofsíbúð OVFÍ er í syðri endanum (þ.e. nær höfninni). 

Húsið er á tveimur hæðum og er brattur stigi upp á eftri hæðina. Á neðri hæð er svefnherbergi, eldhús og stofa. Í svefnherbergi eru tvö rúm, 140 cm og 90 cm. Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými. Í eldhúsi eru þvottavél og uppþvottavél og öll helstu tæki og eldhúsáhöld, borðbúnaður er fyrir 12. Svefnsófi er í stofu, sjónvarp og Apple tv, þar er einnig útgangur út í afgirtan suðurgarð. Kolagrill og útileikföng eru í skáp sem felldur er inn í vegginn í stofunni, ýta þarf á hurðina til að hún opnist.

Á efri hæð er baðherbergi með sturtu og svefnherbergi þar sem eru tvö rúm, annað 140 cm og hitt 90 cm. Í orlofsíbúðinni er þráðlaust net.

Svefnpláss er fyrir sex (svefnsófi í stofu ekki talinn með), sængur og koddar eru fyrir sex. 

Á Ísafirði er ýmislegt hægt að gera sér til dægrastyttingar. Bátsferðir eru þaðan á Hornstrandir og í Jökulfirði, dagsferðir á Hesteyri (þar sem myndin Ég man þig eftir sögu Yrsu Sigurðardóttur var tekin upp) og í eyjuna Vigur. Kajakleigur, golfvellir og sundlaugar eru bæði á Ísafirði og í nágrannabæjunum. Auk þess er stutt í marga áhugaverða staði eins og Ósvör og Bolafjall í Bolungavík, Skálavík,  Raggagarð í Súðavík, Skrúð í Dýrafirði, Dynjandisfoss og LitlaBæ í Skötufirði.

Húsið er alfriðað, byggt árið 1845 og eru leigjendur beðnir að ganga vel um. 

 

Athugið, stranglega er bannað að framleigja íbúðina til ættingja eða vina. 

Vanræki leigutaki að þrífa vel eftir sig fær hann á sig merkingu í orlofskerfinu og getur því ekki bókað hús á vefnum.

Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið skrifstofu VFÍ vita.