Orlofsbústaðurinn Brekkuból í landi Fremri-Nýpa í Vopnafirði
Sumarhúsið Brekkuból er 52 m² orlofsbústaður sem stendur í skógræktarlandi við bæinn Fremri-Nýpa. Í húsinu er tvö svefnherbergi, annað með tvíbreiðu rúmi og hitt með tvíbreiðu rúmi og koju yfir. Svefnloft er yfir helmingi hússins og þar eru rúm fyrir fjóra. Eldhúsið er búið helstu tækjum með borðbúnað fyrir 10. Í húsinu er sjónvarp, DVD spilari og útvarp. Timburverönd er á þrjá vegu við bústaðinn og þar er áfast smáhýsi sem geymir þvottavél og útihúsgögn. Gasgrill er við húsið.