SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR
Flatir 19 við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 801 Selfoss.
Orlofsbústaðurinn er 90 m2 að stærð. Í honum eru tvö hjónaherbergi með tvíbreiðum rúmum (160 x 200) og eitt herbergi með koju 90x200 og einbreiðu rúmi 80x200. Tvær aukadýnur eru á svefnlofti. Á baði er þvottavél. Í eldhúsi er ísskápur með frysti, eldavél, bakarofni, uppþvottavél og örbylgjuofn og auk þess öll helstu áhöld sem þarf til matargerðar auk borðbúnaður fyrir 8 manns. Húsið er hitað upp með hitalögn í gólfi. Í húsinu er sjónvarp og útvarp. Gasgrill og á stórri verönd er heitur pottur.
Athugið að stranglega bannað er framleigja bústaðinn til ættingja eða vina.
Vanræki leigutaki að þrífa vel eftir sig fær hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur því ekki bókað hús á vefnum.
Orlofshúsin eru sameign sjóðfélaga, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið skrifstofu VFÍ vita.
Leiðarlýsing:
Þegar komið er frá höfuðborgarsvæðinu um þjóðveg nr. 1: