Orlofsbústaðurinn Álfabrekka við Langavatn í landi Staffells í Fellahreppi
Húsið er A bústaður á tveimur hæðum með rúmum fyrir fjóra. Svefnsófi er í stofu. Auk þess fylgja tvær dýnur. Í húsinu er ísskápur með frysti, tvær eldavélarhellur án bakarofns og er allur borðbúnaður fyrir átta manns.
Kolagrill er í bústaðnum auk sjónvarps og útvarps. Stangveiði er leyfileg í Langavatni.
Athugið að bústaðurinn er einfaldur og kominn til ára sinna en á yndislegum stað með einstöku útsýni.