Reglur um ÞRIF OG SKIL 

Fyrir dvalargesti í orlofshúsum Orlofssjóðs VerkVest.

Minnisatriði til yfirferðar áður en húsi er skilað: 

  1.     Skúra öll gólf, þrífa sturtuklefa, handlaug og WC, þurrka af húsgögnum, gluggakistum og öðrum húsbúnaði.
  2.     Þrífa bakarofn, eldavél og örbylgjuofn, ísskáp og frysti, ekki slökkva á ísskáp.
  3.     Þrífa gasgrill og heita pottinn
  4.     Loka gluggum og læsa.
  5.     Reykingar og húsdýrahald er stranglega bannað í öllum orlofshúsum og varðar við brottvísun.
  6.     Óþarfa hávaði og ónæði er bannað frá kl. 23.00 til 08:00.
  7.     Stranglega bannað að vera með einnota útigrill á svölum eða annan opinn eld.
  8.     Ganga frá rusli í ruslagám eða þangað sem við á.
  9.     Muna að skila lykli og tuskum til umsjónarmanns að dvöl lokinni.

Höfum það í huga að ganga þrifalega um orlofshús og umhverfi ! 

Leigutaki ber ábyrgð á húsi og öllum innanstokksmunum meðan á dvöl stendur. Umsjónarmaður yfirfer hús eftir dvalargesti og tilkynnir til Verk Vest ef skemmdir hafa verið unnar eða ef illa er skilið við íbúð. Viðgerð á húsi er heimil á leigutíma.

Ef illa er skilið við eða skemmdar unnar hefur félagið heimild til að beita sektargjöldum til leigutaka samkvæmt auglýstu gjaldi og útgefnum reikningi.

Leigutaki nýtir sjálfur bústað og er framsal á leigusamning með öllu óheimil. Félagsmaður sem uppvís er af framsali leigusamnings verður meinaður aðgangur að bústöðum/íbúðum félagsins og verður sektargreiðslu beitt.

Gerum dvölina í orlofshúsum félagsins sem ánægjulegasta með því að skilja við húsið eins og við viljum koma að því.

Sími hjá Verk Vest 456 5190. Opið mánudaga til fimmtudags frá kl.08:00 - 16:00 og föstudaga frá kl.08:00 - 15:00