Umgengnisreglur  

Vinsamlega hafið eftirfarandi í huga áður en þið yfirgefið íbúðina. 

  1. Íbúð skal skilað þannig að húsgögn og annar húsbúnaður sé hreinn og á réttum stað. Taka skal til í öllum herbergjum og baðherbergi á að vera þrifalegt.
  2. Flokka skal ALLT sorp og skila í flokkunartunnur utanhúss.   
  3. Taka úr uppþvottavél.
  4. Sængurföt, handklæði og tuskur sem hafa verið í notkun skal setja í körfu inn á baðherbergi.
  5. Loka gluggum og læsa. EKKI draga fyrir glugga.
  6. Reykingar og húsdýrahald er stranglega bannað í öllum íbúðum og varðar við brottvísun.
  7. Stranglega bannað að vera með einnota útigrill á svölum eða annan opinn eld.
  8. Muna að skila öllum lyklum til félagsins að dvöl lokinni nema aukalykli og fjarstýringu  að bílakjallara sem skilja á eftir í íbúðinni.

(Ef umgengni er ábótavant að mati umsjónarmanns er áskilinn réttur til að innheimta viðbótargjald eða beita öðrum viðurlögum!)

Íbúðin er í fjölbýlishúsi og ber leigjendum að virða rétt annarra íbúa til heimilisfriðar í samræmi við lög og reglur sem gilda um fjölbýlishús
(Brot á þeim reglum geta varðað brottvísun úr íbúðinni!) 


Félagsmaður/leigutaki ber ábyrgð á íbúð og úsbúnaði meðan á dvöl stendur. Verk Vest áskilur sér rétt til að beita sektargjöldum vegna brota á umgengisreglum.

Í undantekningartilfellum gæti þurft að sinna viðgerð á íbúð og húsbúnaði á leigutíma.

Félagsmaður nýtir sjálfur íbúð og er framsal á leigusamning með öllu óheimil. Brot á þessu varðar viðurlögum.

Munið að íbúðin er sameign okkar allra og að sjálfsögðu  göngum við vel og snyrtilega um og förum vel með eigur okkar.

Gerum dvölina í orlofsíbúðum félagsins sem ánægjulegasta með því að skilja við íbúðina eins og við viljum koma að henni.

Sími hjá Verk Vest 456 5190. Opið mánudaga til fimmtudags frá  kl.08:00 - 16:00 og föstudaga frá kl.08:00 - 15:00

Neyðarsími umsjónarmanns er 776-4067