Vinsamlega hafið eftirfarandi í huga áður en þið yfirgefið íbúðina.
(Ef umgengni er ábótavant að mati umsjónarmanns er áskilinn réttur til að innheimta viðbótargjald eða beita öðrum viðurlögum!)
Íbúðin er í fjölbýlishúsi og ber leigjendum að virða rétt annarra íbúa til heimilisfriðar í samræmi við lög og reglur sem gilda um fjölbýlishús
(Brot á þeim reglum geta varðað brottvísun úr íbúðinni!)
Félagsmaður/leigutaki ber ábyrgð á íbúð og úsbúnaði meðan á dvöl stendur. Verk Vest áskilur sér rétt til að beita sektargjöldum vegna brota á umgengisreglum.
Í undantekningartilfellum gæti þurft að sinna viðgerð á íbúð og húsbúnaði á leigutíma.
Félagsmaður nýtir sjálfur íbúð og er framsal á leigusamning með öllu óheimil. Brot á þessu varðar viðurlögum.
Munið að íbúðin er sameign okkar allra og að sjálfsögðu göngum við vel og snyrtilega um og förum vel með eigur okkar.
Gerum dvölina í orlofsíbúðum félagsins sem ánægjulegasta með því að skilja við íbúðina eins og við viljum koma að henni.
Sími hjá Verk Vest 456 5190. Opið mánudaga til fimmtudags frá kl.08:00 - 16:00 og föstudaga frá kl.08:00 - 15:00
Neyðarsími umsjónarmanns er 776-4067