Verk-Vest hefur til umráða orlofsíbúð nr. 13 í Altomar III í Arenales del sol á Spáni í samstarfi við þrjú önnur stéttarfélög. 

Akstur frá Alicante flugvelli til hverfisins tekur 10 - 15 mínútur, en um 15 mín akstur er inn í miðborg Alicante frá íbúðinni. Auðvelt er að taka bílaleigubíl frá flugvelli og auðvelt að fylgja merkingum til áfangastaðar. 

Raðhúsahverfið Altomar III í Arenales del sol er rétt sunnan við Alicante borg og mjög gott útsýni er til Alicante frá ströndinni í Arenales. Íbúðin er á jarðhæð og er 69 fermetrar með ca 50 fermetra útigarði og verönd. Húsið okkar sem er nr. 13 hefur fengið nafnið „Vinaminni“. Best er að notast við hlið nr.123 til að fara inn í raðhúshverfið, frá hliðinu eru örfá skref að íbúðinni. Lyklabox er við útihurð og er lykilnúmer á leigusamningi. Best er að geyma lykilinn alltaf í lyklaboxinu. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, setu- og borðstofa með svefnsófa, sér eldhús og baðherbergi með sturtu. Húsinu fylgja öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður, sængur og koddar. Loftkæling er í húsinu.

Íbúðin er í lokuðum kjarna þar sem ekki er hægt að komast inn í nema hafa lykil, eða aðgangsheimilid. Hún er vel búin öllum helstu þægindum og mjög gott aðgengi er að íbúðinni. Gistipláss er fyrir 6 fullorðna í tveimur herbergjum og svefnsófa í stofu, einnig fylgir ferðabarnarúm. Raðhúsakjarninn er mjög snyrtilegur en fyrir miðju kjarnans er sameiginleg sundlaug með barnalaug sem aðeins íbúarnir hafa aðgang að. Nota þarf aðgangslykil til að komast í sundlaugargarð. Við hliðina á sundlauginni er stigahús niður í bílastæðakjallara. Stæði nr. 3 í bílageymslu fylgir íbúðinni, fjarstýring fyrir bílageymslu er í kommóðu við hliðina á svefnsófa í stofu.

Dvalargestir losa sig við sorp í gáma við byggðina. Áríðandi er að flokka allt sorp. Í húsinu er  sjónvarp, örbylgjuofn, þvottavél og svefnsófi í stofu. Samanbrotið barnarúm er í tösku í svefnherbergi og barnastóll inn í skáp. Garðborð og stólar ásamt tveim sólbekkjum fylgja og verða gestir að setja garðhúsgögn inn í lok dvalar. Sólhlíf, strandstólar og kælibox fylgja einnig með íbúðinni. Áríðandi er að ganga vel um strandbúnað og skola allan sand af áður en komið er í húsið.

Ekki er gæsla við sundlaugarsvæði og bera gestir sjálfir ábyrgð á umgengni barna við sundlaugar. Sundlaugargarðurinn er opinn alla daga frá kl.10:00 - 22:00.

Arenales og umhverfi - Myndband

Myndband um Arenales

Líkaðu við "Vinaminni" sumarhús á Facebook