Félagið á 6 hús í orlofsbyggðinni í Flókalundi á Barðaströnd

Húsin eru 43 m2. Í þeim eru 2 svefnherbergi, setu- og borðstofa með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Húsunum fylgja öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður, sængur og koddar, ræstiefni og salernispappír. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín utan um sængurfatnað, handklæði. Í öllum húsunum er útvarp, sjónvarp, örbylgjuofn og útigrill. Barnarúm og stólar og aukadýnur fást hjá umsjónarmanni, sem er staðsettur í húsi við sundlaug. Við Hótel Flókalund, sem er steinsnar frá byggðinni, er verslun með brýnustu nauðsynjar.

 Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð og gróðursæld og berjaspretta er þar mikil. Stutt er frá Flókalundi til Látrabjargs, Rauðasands, Ketildala og Dynjanda svo nokkrir séu nefndir af áhugaverðum stöðum í grenndinni.

Til Ísafjarðar er innan við tveggja tíma akstur og styttra til t.d. Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar. Má því segja að meginhluti Vestfjarða sé innan seilingar. Skemmtilegur möguleiki er að taka Breiðafjarðarferjuna frá Brjánslæk til Flateyjar og skoða þessa sögufrægu eyju. Ferjan gengur milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey tvisvar á dag yfir sumarið. Þá er stutt í þjónustu í Hótel Flókalundi, en þar er einnig lítil verslun og eldsneytissala. Hægt er að fá heimsendar Pizzur frá Hótelinu.

 

Sundlaug er í byggðinni.

Sundlaugin var byggð 1994. Hún er 6x12 metrar að stærð og öll jafn djúp, 90 cm. Við laugina er heitur pottur og krakkapottur.