Húsið er 45 m2. Í því eru 2 svefnherbergi, setu- og borðstofa með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Húsinu fylgja öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður, sængur og koddar, ræstiefni og salernispappír. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín utan um sængurfatnað, handklæði, borðklúta og þurrkustykki. Í húsinu er útvarp, sjónvarp, örbylgjuofn og útigrill. Heitur pottur er við húsið. Aukadýnur eru fáanlegar hjá umsjónarmanni í þjónustumiðstöð.
Frá september til maíloka er útleiga í höndum rekstraraðila og er þá haft beint samband í síma 462-5909 milli 13:00 til 17:00 á virkum dögum.
Tilvalið er að fara til Illugastaða yfir vetrartímann og taka skíðin og sleðana með en við Illugastaði er frábært gönguskíðaland og ennfremur stutt til Akureyrar Húsavíkur og Dalvíkur á skíði. Á Illugastöðum er hægt að halda fundi og ráðstefnur en pláss er 100 mans í fundarsal.
Um Illugastaði
Laugar í Reykjadal er fornt menningarsetur Norðlendinga og er í 45 km fjarlægð frá Akureyri og 75 km fjarlægð frá Mývatnssveit með öllum sínum perlum svo sem Mývatni, Laxá, Dimmuborgum og Námaskarði. Þaðan er stutt að náttúruperlum eins og Herðubreiðarlindum.