Húsið 72 fermetrar með 3 svefnherbergjum með gistirými fyrir 7. í húsinu er setu- og borðstofa með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Húsinu fylgir öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður, sængur og koddar, ræstiefni og salernispappír. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín utan um sængurfatnað, handklæði, og þurrkustykki. Í húsinu er útvarp, sjónvarp, örbylgjuofn og útigrill. Heitur pottur er við húsið.