Að sækja um úthlutun

Byrjar á að skrá þig inn á orlofsvefinn. 


Valið er "UMSÓKN" 


Farðu vel yfir skráðar upplýsingar um þig. Athugið að tölvupóstfang þarf að vera rétt skráð þar sem niðurstöður úthlutunar verða sendar á það.

 

Veljið eign og síðan tímabil í fellilista. Mismunandi er eftir tímabilum hversu marga valmöguleika er hægt að velja. Því fleiri kostir sem valdir eru því meiri möguleikar á að fá úthlutun.

 

Þegar búið er að velja er smellt á SENDA.

 

Staðfestingar póstur er sendur sjálfvirkt á uppgefið netfang en einnig er hægt að prenta út valkostina.

 

Hægt er að skoða umsóknina hvenær sem er undir "Síðan mín" þegar félagsmaður er innskráður í orlofskerfi.


Við úthlutun fá allir sem sóttu um tölvupóst sem tilgreinir hvort að þeir hafi fengið úthlutað eða ekki.