Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með samtals 9 svefnstæðum ásamt samanbrotnu barnarúmi, þá eru einnig 2 lausar dýnur sem hægt er að leggja á gólfin. Húsið er leigt með 11 sængum og koddum, án sængurvera. Húsinu fylgir allur almennur búnaður sem eðlilegt er að fylgi til venjulegs heimilishalds og má þar t.d. nefna, boðbúnaður fyrir 10-12 manns, uppþvottavél og þvottavél, þurrkari, sjónvarp og gasgrill. Stór og góð verönd er umhverfis húsið og heitur pottur fyrir 8 manns. Þráðlaust net er í boði í bústaðnum.
Leigutaki þarf að hafa með sér:
ATH!
Leiga er ÁN þrifa.
Hægt er að kaupa þrif með því að hafa samband í síma 866 1166 (Heiða).