Hálönd eru ofan Akureyrar, mitt á milli bæjarins og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Þar er gert ráð fyrir byggingu fjölda orlofshúsa og jafnvel frekari ferðaþjónustu.
Orlofshúsin í Hálöndum eru á einni hæð, 106m2 að stærð, staðsteypt, einangruð að utan og klædd liggjandi báruklæðningu.
Þak húsanna er einhalla. Í húsunum eru þrjú svefnherbergi með gistimöguleika fyrir 8 manns.
Í alrými húsanna er góður eldhúskrókur, borð- og setustofa.
Tvær snyrtingar eru í hverju húsi, önnur hluti af baðaðstöðu sem tengist pottrými hússins en hin deilir rými með þvottaherbergi inn af inngangi húsanna.
Pottrýmið er inni í húsunum en með beinu aðgengi út á suðurverönd í gegnum aðra af tveimur svalahurðum húsanna.
Við veröndina er steinsteypt skjólgirðing og heim að húsunum er steinsteypt stétt, útbúin snjóbræðslukerfi.
Stór geymsla með sérinngangi er í húsunum en þar geta gestir t.d. borið á skíði sín og geymt og þurrkað ýmsan viðlegubúnað.
Hægt er að kaupa þrif hjá Securitas Akureyri að upphæð 17.000 kr.
Við Ystuvík í Eyjafirði er frábær fjölskylduveiði , greitt er fyrir veidda fiska
Lárus Orri Sigurðsson hefur umsjón með svæðinu í Hálöndum. Hlutverk Lárusar verður að fylgjast með ruslasvæðinu, panta auka losanir þegar þess þarf og sjá til þess að svæðið allt sé snyrtilegt. Einnig mun hann sjá um að snjómokstur sé framkvæmdur þegar húseigendur eru á staðnum og verður hann tengiliður okkar ef eitthvað kemur upp t.d. bílar fastir á brottfaradegi og þess háttar. Ef húseigendur þurfa iðnaðarmenn, þrif eða annað þá getur Lárus reddað fólki og aðstoðað í þeim efnum.